![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/98776d6f-aa7f-4893-8492-dc092dae8211.jpg)
María Theódóra Jónsdóttir fæddist 28. apríl 1938. Hún lést 6. desember 2024.
Útförin fór fram 16. desember 2024.
Ef maður veitir þvi athygli er Mogginn um þessar mundir daglega fyllri af minningargreinum en oft var. Eftirstríðskynslóðin, sem betur lifði bernskuna af en margar undan gengnar, er nú sem óðast að safnast til feðranna.
Árið 1952 stóðum við 7 talsins við gráturnar í Flateyjarkirkju og okkar ágæti prestur Lárus Halldórsson tók við staðfestingu okkar á skírnarheitinu. Þetta var ekki fámenn ferming, ekki fjölmenn heldur, oft fyrr var fermingarhópurinn stærri en síðar trúlega oftast minni.
Af þessum 7 erum við nú 2 eftir á lífi. Við Mæja í Látrum vorum frá upphafi samrýnd og gátum alltaf á uppvaxtarárunum verið hvort annars trúnaðarvinir. Sá trúnaður gekk
...