![Duncan Frábær frammistaða í þáttaröð.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/05557fd1-8eb3-4559-a6e3-1dad31d5b2aa.jpg)
Kolbrún Bergþórsdóttir
Truelove er mögnuð þáttaröð sem sýnd var nýlega á Channel 4 í Bretlandi og finna má á Apple TV. Þættirnir, sem eru sex, fjalla um vini á áttræðisaldri sem gera samning sín á milli. Ef eitthvert þeirra horfir fram á langt dauðastríð muni hinir veita viðkomandi dánaraðstoð. Svo kemur að því að standa þarf við samkomulagið, en ekki bara einu sinni.
Ekki er annað hægt en að virða ákvörðun þessara einstaklinga og standa með þeim í þeirri sannfæringu að manneskjur eigi rétt á að deyja með reisn. Í þessum þáttum er samt ekkert einfalt. Framvindan verður skyndilega afar óvænt og ómögulegt að sjá hana fyrir. Þarna er líka ástarsaga tveggja einstaklinga sem urðu ástfangnir en giftust samt manneskju sem var ekki sú rétta. Nú, á áttræðisaldri, finna þau ástina á ný. Ástina sem þau glötuðu en var sönn ást.
Lindsay Duncan er í aðalhlutverki og er hreint út sagt
...