Hugmyndin um hinn eilífa og óskilgreinanlega Drottin og þrá okkar til að snúa heim til hans hvetur okkur til ótrúlegra dáða.
Einar Baldvin Árnason
Einar Baldvin Árnason

Einar Baldvin Árnason

Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan.

Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég sá dómkirkjuna í Mílanó í fyrsta sinn með eigin augum á síðasta ári. Kirkjan er almennt talin ein sú fallegasta í heimi, en Mark Twain lýsti henni sem svo í bók sinni The Innocents Abroad: „Hvílík dýrð, svo mikilfengleg, hátíðleg og tröllvaxin en samt svo fíngerð, loftkennd og þokkafull! Heill heimur af þunga sem birtist mér á sama tíma líkt og frostsprungin tálsýn sem gæti horfið við minn minnsta andardrátt!“ Twain náði vel að fanga fegurð kirkjunnar. Hún er risavaxin og íburðarmikil en á sama tíma nánast óraunveruleg. Hún teygir

...