Vinstri meirihlutinn í borginni féll á föstudag og um helgina hafa staðið yfir þreifingar og viðræður um nýjan meirihluta. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvernig þeim tilraunum lýkur en ljóst er að vinstriflokkarnir vilja reyna að halda áfram samstarfi og Samfylkingu og Pírötum í það minnsta virðist sama á hvaða forsendum það verður gert, bara ef hægt verður að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.
Þetta er vissulega dálítið sérstök nálgun og ekki líkleg til að gagnast borgarbúum vel, en þetta er reyndar sama nálgun og verið hefur í borgarstjórn um árabil og kemur því ekki á óvart.
Eins og rifjað var upp í Morgunblaðinu um helgina á nýfallni meirihlutinn rætur að rekja aftur til ársins 2010 þegar Samfylking og Besti flokkurinn mynduðu meirihluta. Þar voru Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr oddvitar flokkanna, Jón fór í hlutverk borgarstjóra en Dagur settist við stjórnvölinn.
Þessi meirihluti féll fyrst í kosningunum 2014 og þurfti þá fjóra flokka til
...