Bandaríski tæknirisinn Meta mun í þessari viku segja upp 5% starfsmanna félagsins. Reuters greindi frá þessu um helgina og byggir á skeytum sem stjórnendur Meta sendu á milli sín. Uppsagnirnar munu hefjast á mánudag og munu ná til starfsstöðva Meta…
Hagrætt Uppsagnalotan mun undanskilja nokkur Evrópulönd.
Hagrætt Uppsagnalotan mun undanskilja nokkur Evrópulönd. — AFP/Josh Edelson

Bandaríski tæknirisinn Meta mun í þessari viku segja upp 5% starfsmanna félagsins. Reuters greindi frá þessu um helgina og byggir á skeytum sem stjórnendur Meta sendu á milli sín.

Uppsagnirnar munu hefjast á mánudag og munu ná til starfsstöðva Meta um allan heim nema í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi, sem fyrirtækið undanskilur vegna „reglna sem þar eru í gildi“.

Meta, sem er móðurfélag Facebook, Instagram og WhatsApp, greindi fyrst frá því í janúar að það stæði til á þessu ári að grisja úr hópnum þau 5% starfsmanna sem hafa sýnt lakasta frammistöðu. Í dag starfa um 72.000 manns hjá Meta og má því reikna með að 3.600 verði látnir taka pokann sinn. Er þetta töluvert vægari niðurskurðaraðgerð en árið 2023 þegar félagið fækkaði um 10.000 stöðugildi.

Meta hyggst aftur

...