![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/afb0343f-878e-4adf-b602-95a21ee4a919.jpg)
60 ára Lilja er fædd og uppalin í Hveragerði og hefur búið þar mestan hluta ævi sinnar. Hún er grunnskólakennari að mennt og kennir við Grunnskólann í Hveragerði. Áhugamál Lilju eru flest allt það sem tengist myndlist og alls konar handverki.
Fjölskylda Eiginmaður Lilju er Símon Arnar Pálsson, f. 1961, umsjónarmaður fasteigna í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Dóttir þeirra er Sigrún, f. 1985. Dóttir Sigrúnar er Lilja Arney Sigrúnardóttir, f. 2022. Foreldrar Lilju voru hjónin Guðmundur Valgeir Ingvarsson, f. 1933, d. 2021, garðyrkjumaður, og Sigrún Helgadóttir, f. 1940, d. 2009, vann ýmis störf, lengst af á dvalarheimilinu Ási.