![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/64218f2e-01d8-4939-996c-a357676cec21.jpg)
Baksvið
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Svo mikil fækkun hefur orðið í fálkastofninum undanfarin ár að líkja má við hrun og sýna niðurstöður talninga á Norðausturlandi að varpstofninn hefur ekki verið minni frá því að farið var að vakta stofninn árið 1981. Þá var viðkoma fálkans á síðasta ári sú slakasta frá því að mælingar hófust. Hefur varpstofn fálkans minnkað um 45% frá árinu 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem segir m.a. að skýringanna sé að leita í auknum afföllum í stofninum fremur en í viðkomubresti og segir Ólafur K. Nielsen vistfræðingur, sem sinnt hefur fálkarannsóknum hér á landi undanfarna áratugi, að skýringanna sé að leita í fuglaflensu sem herji á íslenska fálkann.
„Fuglaflensa er eina skýringin sem við getum
...