![Kjaraviðræður Kennarar mæta aftur til vinnu á morgun og börn mæta því aftur til skóla eftir niðurstöðu Félagsdóms. KÍ kveðst skoða næstu skref.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/c47093e9-0331-43b3-8986-395bda043708.jpg)
Birta Hannesdóttir
Iðunn Andrésdóttir
Kennarar og börn í 21 grunn- og leikskóla á landinu snúa aftur til skóla í dag í kjölfar þess að Félagsdómur dæmdi verkföll Kennarasambands Íslands (KÍ) í öllum skólum, nema einum, ólögmæt í gær.
Niðurstaða dómsins er sú að verkföllin eru ólögleg í þeim grunn- og leikskólum þar sem ekki voru greidd atkvæði af öllum félagsmönnum í sveitarfélaginu. Eina verkfall KÍ sem var ekki dæmt ólögmætt var í leikskólanum í Snæfellsbæ, þar sem um er að ræða eina leikskólann í sveitarfélaginu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir niðurstöðu Félagsdóms hafa komið sér á óvart. Hann kveðst munu fara yfir næstu skref í málinu með sínu fólki auk þess sem hann muni funda með lögfræðingum Kennarasambandsins.
Spurður hvort gera megi ráð fyrir allsherjarverkföllum í grunn- og leikskólum á næstunni kveðst Magnús ekki vera kominn svo langt. Félagsdómur
...