![Kristrún Frostadóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/36f3aa36-57f5-498e-8756-b6dd30cb9948.jpg)
Það var sorglegt að sjá að þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar þurftu að velja á milli hagsmuna ríkissjóðs og hagsmuna ríkisstjórnarinnar urðu síðarnefndu hagsmunirnir ofan á.
Formenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa verið mjög flóttalegir í umræðunni um óréttmæta ríkisstyrki til stjórnmálaflokka, sem einkum snúast um 240 milljónir króna sem Flokkur fólksins fékk inn í heimilisbókhald sitt án lagaheimildar.
Heitu kartöflunni var hent til Daða Más Kristóferssonar, ráðherrans sem ekki situr á þingi, og honum falið að útvega lögfræðiálit sem kæmi í veg fyrir að ríkisstjórnin liðaðist í sundur, en sem kunnugt er hafði formaður Flokks fólksins sagt af alkunnri yfirvegun að ekki kæmi til greina að endurgreiða oftekið fé.
Lagarökin voru þunnur þrettándi, en það skipti ekki máli, einungis
...