Gott gæðakerfi byggist á fyrirbyggjandi aðgerðum og skýrum ferlum. Mistök verða færri, óvissa hverfur og tíminn sem fer í ákvarðanatöku styttist.
![Steingerður Þorgilsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/898336d4-a860-4b63-8df4-e64d15118dff.jpg)
Steingerður Þorgilsdóttir
Steingerður Þorgilsdóttir
Fyrsta skrefið í innleiðingu gæðakerfa er að taka ákvörðun um hvaða markmiðum á að ná, hvort þau felist í því að draga úr sóun, auka skilvirkni, bæta öryggi, stuðla að stöðugleika eða auka ánægju. Með góðu gæðakerfi og faglegri innleiðingu er hægt að ná þessum markmiðum. Til dæmis getur það verið gríðarlega mikilvægt að tryggja stöðugleika, svo að viðskiptavinir fái alltaf sömu vöru og þjónustu, án undantekninga. Þegar markmiðin eru skýr verður auðveldara að aðlaga kerfi sem þjónar rekstrinum og tryggir langtímaárangur.
Gæðakerfi byggjast oft á einföldum tékklistum
Tékklistar endurspegla sjálft gæðakerfið þegar áhættan hefur verið greind og eftirlitsstaðir metnir. Þeir eru öflugt tæki til að tryggja að allt sé gert rétt í hverju verkefni og ekkert gleymist.
...