![Bergþór Ólason](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/db6da185-1480-4d08-a297-c348c55bd061.jpg)
Síðasta vika var undarleg fyrir margra hluta sakir, svo vægt sé til orða tekið.
Fyrirsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lentu í mestu vandræðum með að útskýra í hverju „óvænt útspil“ stjórnvalda inn í kjaradeilu kennara á viðkvæmum tímapunkti hefði falist þegar þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar inntu þau eftir svörum. Málstol virtist sömuleiðis herja á fyrirsvarsmenn sveitarfélaga vegna þessa eftir fjölmennan fund þeirra.
Hver var „pólitíski hráskinnaleikurinn“ sem formaður Kennarasambandsins vísaði til? Hvert var „óvænta útspilið“ sem setti svo allt í keng og hver lagði það fram? Þarna liggur ósögð saga sem mun fljóta upp á næstunni. Í öllu falli virðist ljóst að einhver er ekki að fara alveg rétt með.
Fjármálaráðherra kynnti svo lausnargjald fyrir
...