Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Oliver Jóhannesson (2.214) hafði hvítt gegn Símoni Þórhallssyni (2.223)
Hvítur á leik
Hvítur á leik

Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Oliver Jóhannesson (2.214) hafði hvítt gegn Símoni Þórhallssyni (2.223). 48. Hg3! góður varnar- og sóknarleikur. Svarti kóngurinn er núna orðinn of berskjaldaður til að geta lifað af árásir hvíts. 48…Be6 49. Da5! Kd3 50. Rg1+! Kc2 51. Dc3+ Kb1 52. Dd3+ Ka1 53. Da3+ Kb1 54. Dd3+ Ka1 55. Dd1+ Kb2 56. He3 Bf5 57. Db3+ Kc1 58. Re2+ og svartur gafst upp. Lokastaða efstu keppenda mótsins varð eftirfarandi: 1. Vignir Vatnar Stefánsson (2.550), 8½ vinningur af 9 mögulegum. 2. Birkir Ísak Jóhannsson (2.184), 7 v. 3.-4. Bárður Örn Birkisson og Benedikt Briem (2.176), 6 v. Fimm skákmenn deildu 5. sætinu með 6 vinninga. Nánari upplýsingar um lokastöðu mótsins má finna á skak.is.