![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/475325b9-c11c-4013-a94f-cccef1c96ac8.jpg)
Símon Ingi Kjærnested fæddist 18. febrúar 1945. Hann lést 9. janúar 2025
Útförin fór fram 16. janúar 2025.
Góður vinur okkar er fallinn frá. Það er mikill missir og sorg hjá öllum sem þekktu Símon og hans miklu mannkosti. Elínborg, Ella eins og við vinkonunnar köllum hana, er mín allra besta vinkona. Einu sinni vorum við á leið í ferðalag, þá segir Ella: „Ég get bara alls ekki farið.“ „Nú? Hvað er að?“ sagði ég. „Ég er svo óskaplega ástfangin,“ sagði hún. Þetta var hann Símon sem hún hafði kynnst sem skiptinema í Bandaríkjunum, en þar voru þau bæði á vegum AFS í eitt ár. Ástin blómstraði hjá þeim í rúmlega 60 ár. Símon veiktist alvarlega rétt fyrir jól og hans lífsgöngu lauk 9. janúar síðastliðinn. Símon lærði endurskoðun og þegar fram liðu stundir varð hann endurskoðandi okkar Einars. Ég held að þetta
...