Brigitte Haas verður næsti forsætisráðherra Liechtenstein og fyrsta konan til að gegna embættinu. Íhaldsflokkur Haas, Ættjarðarbandalagið (VU), bar sigur úr býtum í þingkosningunum með 38,3 prósent atkvæða en Borgaralegi framsóknarflokkurinn (FBP) hlaut 27 prósent atkvæða. Í landinu er þingbundin konungsstjórn en það er furstinn af Liechtenstein sem hefur mest völd, hann getur meðal annars vísað ríkisstjórninni frá og beitt neitunarvaldi gegn frumvörpum. Haas tekur við embættinu í mars.