Baldvin Þór Magnússon úr UFA á Akureyri setti glæsilegt Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss í gær og varð um leið Norðurlandameistari í greininni í Espoo í Finnlandi. Baldvin háði æsispennandi einvígi við Norðmanninn Filip Ingebrigtsen,…
![Espoo Baldvin Þór Magnússon er Norðurlandameistari í 3.000 metra hlaupi og hann bætti Íslandsmetið um rúmlega fimm sekúndur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/4b899e66-0106-4c36-9669-dfa975ccac8c.jpg)
Espoo Baldvin Þór Magnússon er Norðurlandameistari í 3.000 metra hlaupi og hann bætti Íslandsmetið um rúmlega fimm sekúndur.
— Morgunblaðið/Karítas
Frjálsar
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Baldvin Þór Magnússon úr UFA á Akureyri setti glæsilegt Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss í gær og varð um leið Norðurlandameistari í greininni í Espoo í Finnlandi.
Baldvin háði æsispennandi einvígi við Norðmanninn Filip Ingebrigtsen, fyrrverandi Evrópumeistara í 1.500 metra hlaupi, og hafði betur á 7:39,94 mínútum en Ingebrigtsen varð 3/100 úr sekúndu á eftir á 7:39,97 mínútum.
Þar með bætti Baldvin eigið Íslandsmet um rúmar fimm sekúndur, en hann hljóp á 7:45,13 mínútum á móti í Sheffield á Englandi 19. janúar.
Tryggði sæti á EM
Með þessum árangri tryggði Baldvin sér keppnisrétt á Evrópumótinu innanhúss sem fer
...