![Fjölskyldan Fremri röð f.v.: Ólafur Páll, Magnea Sigurborg, Dögg, Þórhildur Katrín með tíkina Freyju. Aftari röð: Ólafur, Páll Ágúst, Karen Lind.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/a6009c26-58c5-4d1c-89a8-c7ac51b430ae.jpg)
Ólafur Ísleifsson fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1955. „Ég ólst upp í Vesturbænum, á Kvisthaga 4 sem foreldrar mínir reistu í félagi við aðra. Þetta var nýtt hverfi í borginni, fullt af börnum, götur ómalbikaðar og olía keyrð í hús. Leiksvæðið var einkum við Ægisíðu og í fjörunni þar. Þar setti ég á loft heimasmíðaðan flugdreka sem flaug hátt og langt á haf út, öllu gilti að halinn væri réttur með nauðsynlegum dagblaðavafningum og tryggði jafnvægi í fluginu.
Svo bar við að ég og annar ösnuðumst út að steinum undan fjörunni en þegar flæddi að áttum við enga leið í land. Þá bar að Einar B. Pálsson borgarverkfræðing, sem búsettur var í nágrenninu. Einar óð út og sótti okkur tvo og kom okkur í land. Löngu síðar fékk ég tækifæri til að þakka Einari þegar fundum okkar bar saman á þessum slóðum. Bárum við saman bækur um reynslu af störfum sem þingsveinar, en svo kölluðust sendlar á vegum
...