![Stríð Trump og Pútín funduðu í Helsinki í Finnlandi árið 2018. Trump segir samband sitt og Pútíns vera gott og vill hann binda enda á stríðið.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/5ba0cabd-fef4-486f-adb6-e6b676265c9b.jpg)
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst vera búinn að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu.
„Hann vill sjá fólk hætta að deyja,“ sagði Donald Trump í viðtali við bandaríska dagblaðið New York Post.
Það var ekki augljóst á viðtalinu hvenær hann ræddi við Pútín eða þá hvort samtalið hefði átt sér stað eftir að hann tók við forsetaembættinu 20. janúar.
Trump sagði í viðtalinu að það væri „best að segja ekki“ hversu oft hann hefði rætt við Pútín en sagði að samband hans og Rússlandsforseta væri gott. Hann kvaðst vongóður um að stríðið mynda líða undir lok fljótlega, en það hefur staðið yfir í tæp þrjú ár. Trump sagði í kosningabaráttunni að hann gæti náð að binda enda á stríðið á innan við sólarhring frá embættistöku. Dmitrí Peskov,
...