![Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/b924fccf-1a7e-4ae5-aef4-82112ee44721.jpg)
Magnús Davíð Norðdahl/Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir
Á fundi borgarstjórnar 21. janúar síðastliðinn var samþykkt aðgerðaráætlun borgarinnar gegn ofbeldi. Áætlunin undirstrikar vilja borgarinnar til að vinna gegn ofbeldi með tiltækum ráðum og styðja við brotaþola ofbeldis. Hún er sett fram til að fá yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn ofbeldi. Hún er einnig vegvísir í baráttunni gegn ofbeldi og er ætlað að tryggja að þau verkefni sem tilgreind eru verði framkvæmd.
Ráð um mannréttindi og ofbeldisvarnir
Reykjavíkurborg hefur sett á fót sérstakt ráð sem sinnir mannréttindum og ofbeldisvarnarmálefnum, sem undirstrikar vilja borgarinnar/meirihlutans til að vinna gegn ofbeldi og styðja við brotaþola ofbeldis. Í ráðinu sitja áheyrnarfulltrúar grasrótarsamtaka og stofnana sem skipta höfuðmáli
...