![Ingveldur Anna Sigurðardóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/f0e5fc1b-fe22-4e30-9312-28d7b4c5d213.jpg)
Ingveldur Anna Sigurðardóttir
Staða heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi er vægast sagt dapurleg og mætti jafnvel líkja henni við eyðimörk. Á svæðinu búa mörg þúsund manns ásamt öllum þeim fjölda ferðamanna sem leggja leið sína um svæðið á degi hverjum. Ástandið er óviðunandi hvert sem litið er. Það er ákaflega aðkallandi að heilbrigðisráðherra geri sem fyrst bragarbót á aðgengi íbúa svæðisins að heilbrigðisþjónustu. Suðurlandið á ekki að þurfa að bíða lengur.
Því skal haldið til haga að íbúar Suðurlands gera ekki kröfu um að geta nálgast mjög sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, heldur vill fólk geta sótt sína grunnþjónustu þar, ekki á Selfoss eða alla leið í borgina. Þess eru dæmi að íbúar þurfi að ferðast langar vegalengdir til að nálgast sýklalyf.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra ályktaði um
...