![Leikkonan Karla Sofia Gascon er tilnefnd til Óskarsverðlauna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/712ee035-ea54-4702-9004-c09eebb0a34b.jpg)
Leikkonan Karla Sofia Gascon, stjarna hinnar Óskarstilnefndu myndar Emilia Perez, hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli á samfélagsmiðlum sem þykja gefa í skyn kynþáttahatur.
Að því er fram kemur í frétt AFP er um að ræða gamlar færslur sem komið hafa upp á yfirborðið þar sem Gascon sagði trúarbrögð múslima, íslam, „sýkingu“ og „virkilega ógeðsleg“ og gerir m.a. lítið úr fjölbreytileika, Kína og blökkumanninum George Floyd sem var drepinn af bandarískri lögreglu árið 2022.
Gascon baðst upphaflega afsökunar á ummælunum og lokaði reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X en hefur síðan breytt um stefnu og farið að verja ummælin. Í viðtali hjá CNN hélt hún því fram að hún væri ekki rasisti og hefur einnig kennt slaufunarmenningu um fjaðrafokið. Loks greindi hún frá því á Instagram að hún ætlaði að hætta að tjá sig um málið.
...