Hetjan Peter Jokanovic ver síðasta vítakast FH-inga og tryggir Eyjamönnum sæti í undanúrslitum eftir maraþonleik í Vestmannaeyjum.
Hetjan Peter Jokanovic ver síðasta vítakast FH-inga og tryggir Eyjamönnum sæti í undanúrslitum eftir maraþonleik í Vestmannaeyjum. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV varð á laugardaginn fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í handknattleik með því að vinna FH eftir tvær framlengingar og vítakastkeppni í mögnuðum leik í Vestmannaeyjum.

Staðan var 33:33 eftir venjulegan leiktíma og 39:39 eftir tvær framlengingar. Í vítakeppninni var markvörðurinn Peter Jokanovic hetja Eyjamanna; hann varði þá tvö af fimm vítaköstum FH-inga og tryggði ÍBV sigurinn en Eyjamenn skoruðu úr öllum sínum skotum.

Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk fyrir ÍBV og Dagur Arnarsson 10 en Símon Michael Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason 9.

Afturelding, Fram og Stjarnan eru hin þrjú liðin sem eru komin í undanúrslitin í bikarnum, en dregið verður til þeirra í vikunni. Bikarhelgin verður á Ásvöllum 26. febrúar til 1. mars.