![Gleði Guðlaugur Victor Pálsson fagnar sigri Plymouth á Liverpool.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/659897db-e78e-42e8-876f-1e89dcc96eb6.jpg)
Þrjú af sigursælustum félögunum í sögu ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, Liverpool, Chelsea og Tottenham, féllu öll út úr keppninni þegar 32-liða úrslitin voru leikin um helgina.
Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Plymouth, botnliði B-deildarinnar, lögðu Liverpool óvænt að velli, 1:0, með marki frá Ryan Hardie úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, skildi stóran hluta fastamanna sinna eftir heima og hefndist fyrir það. Guðlaugur Victor kom inn á hjá Plymouth um miðjan síðari hálfleik og lét mikið að sér kveða í varnarleik liðsins.
Þar með er fyrsti bikarinn horfinn úr augsýn Liverpool-manna á þessu tímabili en fram að leiknum í dag átti liðið möguleika á einstakri fernu, enska meistaratitlinum, Evrópumeistaratitlinum og sigri í báðum bikarkeppnunum á Englandi.
Brighton sigraði Chelsea, 2:1, þar sem Japaninn Kaoru Mitoma skoraði sigurmarkið eftir að liðið lenti snemma undir á sjálfsmarki.
Og Aston Villa
...