Foreldrar fjögurra nemenda í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla hafa þungar áhyggjur af ofbeldis- og eineltismenningu sem hefur þrifist í mörg ár í árgangi barnanna, þar sem þau hafa mátt þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu annarra barna
Breiðholtsskóli Hermann segir að hann upplifi ekki að dóttir hans sé örugg þegar hún fer í skólann á morgnana. Hann hefur stefnt borginni.
Breiðholtsskóli Hermann segir að hann upplifi ekki að dóttir hans sé örugg þegar hún fer í skólann á morgnana. Hann hefur stefnt borginni. — Morgunblaðið/Karítas

Baksvið

Hólmfríður María Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Foreldrar fjögurra nemenda í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla hafa þungar áhyggjur af ofbeldis- og eineltismenningu sem hefur þrifist í mörg ár í árgangi barnanna, þar sem þau hafa mátt þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu annarra barna.

Þá eru einnig dæmi um að kynferðislegu ofbeldi sé beitt.

Hópur örfárra nemenda með hegðunarvanda er sagður halda öllum árganginum í gíslingu. Tvö börn hafa ekki mætt í skólann á þessari önn, þar af stúlka sem hefur varla sótt skólann á þessu skólaári.

Foreldrarnir segja skólann og yfirvöld ekki hafa tekið með fullnægjandi hætti á vandamálinu, sem hafi verið viðvarandi í mörg

...