Eyþór Stefánsson, formaður heimastjórnar Borgarfjarðar eystra, segir algjörlega óþolandi og óviðunandi að fjallvegurinn Vatnsskarð eystra sé aðeins þjónustaður sex daga vikunnar en ekki sjö á veturna
Samgöngur Vegurinn er notaður daglega af íbúum Borgarfjarðar.
Samgöngur Vegurinn er notaður daglega af íbúum Borgarfjarðar. — Morgunblaðið/Golli

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Eyþór Stefánsson, formaður heimastjórnar Borgarfjarðar eystra, segir algjörlega óþolandi og óviðunandi að fjallvegurinn Vatnsskarð eystra sé aðeins þjónustaður sex daga vikunnar en ekki sjö á veturna. Íbúar á svæðinu nota veginn daglega til að sækja þjónustu og segir Eyþór ástandið ógna öryggi íbúa á svæðinu auk þess sem það hafi neikvæð áhrif á fyrirtækjarekstur á Borgarfirði.

Íbúar Borgarfjarðar reiða sig á Vatnsskarð til að sækja þjónustu til Egilsstaða en vetrarþjónustu er ekki sinnt á veginum á laugardögum. Eyþór segir að þetta hafi talsverð áhrif á líf íbúa á Borgarfirði og ógni ekki síst öryggi þeirra komi t.d. til þess að sækja þurfi bráðalæknisþjónustu þegar vegurinn er lokaður.

„Þetta er ekkert síður slæmt

...