Alls eru 154 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á Íslandi skráðir týndir í kerfum lögreglunnar og fara huldu höfði hér á landi. Þetta kemur fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Alls eru 154 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á Íslandi skráðir týndir í kerfum lögreglunnar og fara huldu höfði hér á landi. Þetta kemur fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Hælisleitendur sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd eru 367 alls og eru áðurnefndir 154 einstaklingar inni í þeirri tölu. Segir Ríkislögreglustjóri að þeir sem hafi fengið endalega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, hafi verið á landinu í mislangan tíma. Elsta verkbeiðnin um brottflutning er frá ágúst 2020 en flestar beiðnirnar frá árinu 2024.
Er lögreglan sögð hafa upplýsingar um dvalarstað flestra þeirra sem ekki eru skráðir týndir, eða er í samskiptum við þá með
...