„Þegar Tindastólsliðinu í körfuboltanum gengur vel hefur það mikil og jákvæð áhrif á bæjarbraginn hér á Sauðárkróki. Allar kaffistofur eru stútfullar af sérfræðingum og í bænum er rafmagnað andrúmsloft, þar sem saman fara spenna, eftirvæntingu …
Kappar Körfuboltalið Tindastóls árið 1967. Ævintýrið var að hefjast.
Kappar Körfuboltalið Tindastóls árið 1967. Ævintýrið var að hefjast.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Þegar Tindastólsliðinu í körfuboltanum gengur vel hefur það mikil og jákvæð áhrif á bæjarbraginn hér á Sauðárkróki. Allar kaffistofur eru stútfullar af sérfræðingum og í bænum er rafmagnað andrúmsloft, þar sem saman fara spenna, eftirvæntingu og stolt,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson söguritari. Á dögunum sendi hann frá sér bókina Upphaf körfuboltans á Króknum – Saga körfuknattleiksdeildar Tindastóls 1964-1971.

Skráðar frásagnir af 50 fyrstu leikjunum

Titillinn segir í raun allt um efni bókarinnar; þ.e. hvernig körfubolti nam land í Skagafirði og varð stór hluti af staðarmenningunni þar. Sjálfur hefur Ágúst Ingi tekið talsverðan þátt í þessu íþróttastarfi á Sauðárkróki auk þess að vera sagnfræðingur að mennt.

...