Melsungen, lið Elvars Arnar Jónssonar og Arnars Freys Arnarssonar, gefur ekkert eftir í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handknattleik. Melsungen er áfram með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigur á Göppingen á laugardaginn,…
Melsungen, lið Elvars Arnar Jónssonar og Arnars Freys Arnarssonar, gefur ekkert eftir í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handknattleik.
Melsungen er áfram með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigur á Göppingen á laugardaginn, 30:23, en liðið hefur unnið 16 af 18 leikjum sínum og er með 32 stig.
Kiel, Hannover-Burgdorf og Füchse Berlín koma næst á eftir með 28 stig og Flensburg með 26.
Elvar Örn skoraði fimm mörk fyrir Melsungen en Arnar Freyr er ekki búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir rétt áður en HM hófst í janúar. Ýmir Örn Gíslason náði ekki að skora fyrir Göppingen, sem er í 14. sæti með 10 stig.