Jónatan Guðni Arnarsson, 18 ára knattspyrnumaður úr Fjölni, gekk á laugardag frá samningi við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Jónatan á að baki 20 leiki með Fjölni í 1. deild á síðustu tveimur árum og hefur leikið níu leiki með yngri landsliðum Íslands
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/0d42577d-c8d7-49be-9624-acaba69fe1e4.jpg)
Jónatan Guðni Arnarsson, 18 ára knattspyrnumaður úr Fjölni, gekk á laugardag frá samningi við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Jónatan á að baki 20 leiki með Fjölni í 1. deild á síðustu tveimur árum og hefur leikið níu leiki með yngri landsliðum Íslands.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði á laugardaginn í 29. sæti af 33 keppendum í bruni á heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki. Hún keyrði brautina á 1:47,38 mínútu og varð næstsíðust þeirra sem luku keppni. Breezy Johnson frá Bandaríkjunum varð heimsmeistari á 1:41,29 mínútu en Mirjam Puchner frá Austurríki fékk silfurverðlaunin og Ester Ledecka frá Tékklandi bronsið. Hólmfríður keppir í svigi og stórsvigi síðar í vikunni.
Valskonur unnu auðveldan sigur á ÍBV, 32:21,
...