Bíó Paradís Flow / Kisi ★★★★· Leikstjórn: Gints Zilbalodis. Handrit: Gints Zilbalodis, Matiss Kaza og Ron Dyens. Lettland, Belgía og Frakkland 2024. 86 mín.
Níu líf Kisi kemst ítrekað í klípu en bjargar sér þó alltaf. Hér sést hann spegla sig í lygnri tjörn.
Níu líf Kisi kemst ítrekað í klípu en bjargar sér þó alltaf. Hér sést hann spegla sig í lygnri tjörn.

kvikmyndir

Helgi Snær

Sigurðsson

Köttur sem berst fyrir lífi sínu í miklu flóði á ónefndum stað og tíma er umfjöllunarefni þessarar undurfögru teiknimyndar sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrrasumar og hefur nú verið sýnd um nokkurt skeið í Bíó Paradís.

Hin íslenska þýðing á titlinum, Kisi, er dálítið skrítin og hefði betur farið á því að hafa hana Flæði eða Flóð. En vissulega fjallar myndin um kött sem lendir í flóði og ótrúleg ævintýri hans og lífsbaráttu. Kisi þarf að berjast fyrir lífi sínu, hvað eftir annað, fljótandi um í mannlausum báti. Kisinn á sér níu líf, nema hvað, og hittir fyrir ýmsar skepnur á siglingunni, m.a. apa, hunda, flóðsvín og örva (sem á ensku heitir því skemmtilega

...