![Tiltekt Gluggar Stjórnarráðshússins þvegnir. Vefgátt sem átti að gera ríkisfjármálin gagnsæ sýnir aðeins hluta rekstrarkostnaðar ráðuneytanna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/344ade50-87a2-4ed9-a491-f5d4e3a6dfff.jpg)
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Þessi vél sem ríkið er reynist vera 100% skilvirk þegar kemur að því að taka peninga af fólkinu í landinu, og eru engir sénsar gefnir; þú skalt skila skattframtalinu þínu á tilteknum tíma og borga án tafar því annars hlýturðu verra af. En þegar dæminu er snúið við og ríkið spurt í hvað peningarnir hafa verið notaðir kemur annað hljóð í strokkinn, fyrirspurnum er ekki svarað og reynt er eins og frekast er unnt að halda upplýsingum frá almenningi. Hið opinbera vill fá peninginn þinn strax en ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu átt þig.“
Þetta segir Róbert Bragason, stjórnarmaður hjá Samtökum skattgreiðenda, en undanfarin misseri hefur hann rýnt í rekstrartölur ráðuneyta og stofnana og komið auga á að upplýsingagjöf til almennings er mjög gloppótt. Athygli Róberts hefur einkum beinst að
...