![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/3a837b1b-2152-42dd-98ec-543112dd8a48.jpg)
Guðrún Valgerður Bóasdóttir (Systa), fæddist 3. mars 1957. Hún lést11. janúar 2025.
Útför hennar fór fram 23. janúar 2025.
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Systu frænku eru appelsínugulir túlípanar. Þar strax á eftir er friðardúfan sem henni var svo kær.
Ég gæti örugglega skrifað bók í nokkrum bindum um allt það sem ég hef lært af og upplifað með henni elsku Systu minni, ég vil samt stikla á stóru og reyna að koma þessu frá mér í ekki of mörgum orðum.
Systa hefur alltaf verið mér kær, enda á hún að minnsta kosti þriðjung í mér. Hún hefur kennt mér margt í gegnum lífið og veitt mér ótal tækifæri og upplifanir. Hún tók mig með í margar utanlandsferðirnar þar sem ekki var farið beint á eitt hótel og gist, nei, með Systu og Elvari fórum við
...