María Friðþjófsdóttir fæddist 18. september 1939. Hún lést 15. janúar 2025.

Útför Maríu fór fram 30. janúar 2025.

Það eru mikil forréttindi að eiga ömmu. Það vita þau okkar sem áttum ömmu Mæju upp á hár, hvað við vorum ótrúlega heppin að eiga hana að.

Við systkinin munum vel eftir því hvað þú varst alltaf góð við okkur. Við fengum alltaf að koma til þín ef eitthvað var, hvort sem við vorum veik og þurftum að vera heima einn dag eða við vildum flýja „ömurlega fjölskyldu“ sem var leiðinleg.

Það er eiginlega ekki hægt að minnast ömmu Mæju án þess að hugsa til þess hvað hún vildi alltaf gefa manni að borða. Alveg sama hversu mikið maður var svo búinn að fá sér, alltaf var manni boðið meira. Amma átti líka alltaf eitthvað gott, annað en var heima.

...