Reykjavíkurflugvöllur Bréfritari kann að meta flugvöllinn í borginni.
Reykjavíkurflugvöllur Bréfritari kann að meta flugvöllinn í borginni. — Morgunblaðið/Þórður

Nokkur styr hefur staðið um Reykjavíkurflugvöll. Borgaryfirvöld hafa kosið að þrengja að flugvellinum. Ljóst er að hann er ekki á förum í nánustu framtíð. Flugvöllurinn er afar mikilvægur vegna staðsetningar sinnar nálægt sjúkrahúsi. Það geta fáeinar mínútur skilið milli lífs og dauða hvort sjúklingur í sjúkraflugi kemst sem skjótast undir læknishendur.

Af þessu ætti mikilvægi vallarins að vera ljóst. Hvassahraun var aldrei heppilegt stæði undir flugvöll.

Sigurður Guðjón Haraldsson.