Niðurstöður fjölmargra rannsókna sem gerðar hafa verið á norðurslóðum á undanförnum árum varpa nýju ljósi á kolefnisbindingu í ræktuðum skógi annars vegar og graslendi hins vegar. Komið hefur í ljós að ræktaðir skógar á norðurslóðum, til dæmis í…
Kolefnisbinding Anna Guðrún er gestur Dagmála og ræðir niðurstöðurnar.
Kolefnisbinding Anna Guðrún er gestur Dagmála og ræðir niðurstöðurnar.

Niðurstöður fjölmargra rannsókna sem gerðar hafa verið á norðurslóðum á undanförnum árum varpa nýju ljósi á kolefnisbindingu í ræktuðum skógi annars vegar og graslendi hins vegar. Komið hefur í ljós að ræktaðir skógar á norðurslóðum, til dæmis í Svíþjóð og Finnlandi, hafa á síðustu árum ekki bundið kolefni, heldur jafnvel losað kolefni. Þannig er kolefnisbinding með skógrækt sennilega ekki sú áhrifaríka aðferð sem hún hefur verið talin vera, í samanburði við aðra valkosti.

Frumniðurstöður úr rannsókn sem unnin var á Íslandi í fyrra sýna að við friðun lands dregur úr kolefnisbindingu þess. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor í landnýtingu við Háskólann á Hólum í Hjaltadal, stýrði rannsókninni. Miðaði rannsóknin að því að kanna kolefnisbindingu á beitarlandi, samanborið við friðað land. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Beitarlandið stuðlar að mun meiri kolefnisbindingu en friðaða landið.

...