Einar Friðrik Malmquist fæddist á Siglufirði 30. júlí 1938. Hann lést á heimili sínu á Akureyri í faðmi fjölskyldunnar 23. janúar 2025.

Foreldrar hans voru Einar Jörgen Malmquist Einarsson, f. 1897, d. 1997, og María Ágústa Einarsdóttir, f. 1909, d. 1976. Systkini Einars eru Guðbjörg (Gullý), f. 1930, d. 2006, Ása, f. 1934, d. 2018, Kalla, f. 1943, Gunnar, f. 1947, og Úlfar, f. 1949. Systursonur og uppeldisbróðir Gunnar M., f. 1952.

Eftirlifandi eiginkona Einars er Svandís Stefánsdóttir, f. 1942 á Svalbarðsströnd í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Stefán Ásgeirsson, f. 1902, d. 1993, og Ida Camilla Þórarinsdóttir, f. 1908, d. 1994. Börn Einars og Svandísar eru Einar Bjarki, f. 1968, Ágústa Gullý, f. 1970, og Þórarinn Friðrik, f. 1971. Fyrir átti Svandís tvo syni, þeir eru Kristinn Viðar, f. 1962, og Garðar Már, f. 1963.

...