Staðfest var í gær að Volodimír Selenskí Úkraínuforseti myndi sækja Öryggisráðstefnuna í München, en hún verður haldin nú um helgina. Er gert ráð fyrir að Selenskí muni þar funda með varaforseta Bandaríkjanna, JD Vance, sem mun sækja ráðstefnuna…
Úkraínustríðið Úkraínskir skriðdrekahermenn ferðast hér um á T-72-skriðdreka sínum í Karkív-héraði í gær.
Úkraínustríðið Úkraínskir skriðdrekahermenn ferðast hér um á T-72-skriðdreka sínum í Karkív-héraði í gær. — AFP/Sergey Bobok

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Staðfest var í gær að Volodimír Selenskí Úkraínuforseti myndi sækja Öryggisráðstefnuna í München, en hún verður haldin nú um helgina. Er gert ráð fyrir að Selenskí muni þar funda með varaforseta Bandaríkjanna, JD Vance, sem mun sækja ráðstefnuna fyrir hönd Bandaríkjastjórnar ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra og Keith Kellogg, sérstökum erindreka Bandaríkjanna í málefnum Úkraínu og Rússlands.

Cristoph Heusgen, formaður stýrinefndar ráðstefnunnar, sagði að skipuleggjendur vonuðust til þess að ráðstefnan í ár yrði notuð til þess að þoka áfram friðarvonum í Úkraínustríðinu. Sagði Heusgen að það væri ekki víst að friðaráætlun yrði kynnt á ráðstefnunni, en að hann væri viss um að ráðstefnan yrði notuð til þess að draga útlínur slíkrar áætlunar.

„Ég vona að við náum árangri

...