![Hugarró Hótelið, sem er hringlaga byggingin á myndinni, verður skammt frá gamla Botnsskála í Hvalfirði. Fossinn Glymur verður stutt frá hótelinu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/09c6a002-e89f-4dbf-8e3d-4c46255f118e.jpg)
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Erlendir aðilar hafa kynnt áform um uppbyggingu á hóteli og ferðaþjónustu fyrir botni Hvalfjarðar. Hyggjast þeir leggja áherslu á náttúruferðamennsku samhliða mikilli skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og í minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.
Þessi ferðaþjónusta verður að Litla-Botnslandi 1 sem er um 12 hektara óbyggð jörð skammt inn af gamla Botnsskála. Heildarbyggingarmagn svæðisins verður allt að fimm þúsund fermetrar.
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna þessara áforma er nú í kynningu. Í henni kemur fram að auk hótels verði þar reist lítil gestahús, viðburðahús, starfsmannahús og gróðurhús. Þar verði einnig veitingarekstur
...