![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/574926f5-a42b-4dfa-9714-a78aa190a3b3.jpg)
Sviðsljós
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Vöxturinn í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið svakalegur. Þessar tölur sýna okkur hvað kvikmyndagerðin er raunverulega orðin stór,“ segir Hilmar Sigurðsson, kvikmyndaframleiðandi og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK).
Sambandið lét ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics gera úttekt á skattaáhrifum starfsgreinarinnar á Íslandi. Í skýrslu fyrirtækisins kemur fram að árið 2023 greiddi íslensk kvikmyndagerð mun meira í beina skatta en hún þáði í fjárfestingu og styrki frá hinu opinbera. Sem kunnugt er hafa verið skiptar skoðanir á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar hér á landi sem og framlögum í Kvikmyndasjóð. Í skýrslunni segir að skattalegt framlag kvikmyndagreinarinnar hafi árið 2023 verið
...