![Þorgrímur Þráinsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/24633f20-d79a-464d-a462-6bf4fbbe5d48.jpg)
Þorgrímur Þráinsson
Við þurfum að grípa til fjögurra aðgerða ef við höfum áhuga á að hlúa að næstu kynslóð, styrkja sjálfsmynd hennar ogsjálfsbjargarviðleitni og trekkja upp seiglu og dugnað. Þetta er niðurstaða Jonathan Haidt, sem skrifaði bókina Kvíðakynslóðin (The Anxious Generation) sem kom út 2024. Jonathan vitnar í tæplega 400 vísindagreinar, rannsóknir og bækur, máli sínu til stuðnings.
Okkur er ljóst að aukinn kvíði, depurð, einbeitingarleysi, athyglisbrestur, ótti, ranghugmyndir og brotin sjálfsmynd ungs fólks eru ekki bundin við Ísland, heldur er þetta vaxandi vandamál úti um allan heim. Höfundur bókarinnar segir að þeir sem séu fæddir á tímabilinu 1995 til 2015 tilheyri svokallaðri Z-kynslóð. Aukin notkun samfélagsmiðla hefur afvegaleitt hluta þessarar kynslóðar, rænt hana hugrekkinu og trúnni á sjálfa sig. Heilbrigð og einlæg samskipti
...