— Morgunblaðið/Karítas

Ólöf Tara Harðardóttir baráttukona var jarðsungin í gær. Útför Ólafar fór fram frá Grafarvogskirkju og fyrir utan kirkjuna stóð fjöldi fólks heiðursvörð þegar kistan var borin út að lokinni athöfninni.

Ólöf skildi eftir sig stór spor en hún var kraftmikil í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kom að stofnun tveggja samtaka, Öfga og Vitundar, sem barist hafa fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis.

Vildi vekja fólk til vitundar

Hún hlaut fjölmörg verðlaun fyrir vinnu sína með Öfgum, þar á meðal frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, og hélt mörg erindi í tengslum við kynbundið ofbeldi.

Öfgar ávörpuðu Sameinuðu þjóðirnar um kvennasáttmálann og funduðu með fulltrúum Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Einna helst barðist

...