Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans hjá gríska liðinu Panathinaikos mæta Víkingi úr Reykjavík í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í Helsinki, höfuðborg Finnlands, á fimmtudagskvöldið
![Reyndur Sverrir Ingi kom til stórliðsins Panathinaikos síðasta sumar frá Midtjylland og lék áður með gríska liðinu PAOK í tæp fjögur ár. Hann er leikja- og markahæstur Íslendinga í grísku deildinni með 123 leiki og 14 mörk.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/615f5861-fa49-4e8d-a966-c824d422e701.jpg)
Reyndur Sverrir Ingi kom til stórliðsins Panathinaikos síðasta sumar frá Midtjylland og lék áður með gríska liðinu PAOK í tæp fjögur ár. Hann er leikja- og markahæstur Íslendinga í grísku deildinni með 123 leiki og 14 mörk.
— Ljósmynd/Panathinaikos
Umspilið
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans hjá gríska liðinu Panathinaikos mæta Víkingi úr Reykjavík í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í Helsinki, höfuðborg Finnlands, á fimmtudagskvöldið.
Landsliðsmaðurinn er afar spenntur fyrir því að mæta íslensku liði í fyrsta skipti á atvinnumannsferlinum.
„Þetta er virkilega skemmtilegt og þegar ég sá að það væri möguleiki að spila við íslenskt lið varð ég spenntur,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Morgunblaðið. Hann er ánægður með að íslenskt lið sé komið svo langt í Evrópukeppni.
„Það er frábært að mæta íslensku liði
...