Klaus Iohannis Rúmeníuforseti tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér embætti eftir að rúmenska þingið hóf ferli til þess að svipta hann stöðu sinni. Hæstiréttur Rúmeníu ógilti í desember forsetakosningar landsins, en rökstuddur grunur lék á um…
![Klaus Iohannis](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/733e3c1c-f12c-491b-a6ad-86d46605b73a.jpg)
Klaus Iohannis
Klaus Iohannis Rúmeníuforseti tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér embætti eftir að rúmenska þingið hóf ferli til þess að svipta hann stöðu sinni.
Hæstiréttur Rúmeníu ógilti í desember forsetakosningar landsins, en rökstuddur grunur lék á um að Rússar hefðu beitt sér með óeðlilegum hætti til þess að tryggja frambjóðanda hliðhollum sér embættið. Iohannis lýsti þá yfir að hann hygðist sitja áfram fram yfir skipunartíma sinn þar til búið væri að kjósa með réttum hætti í embættið.
Sagði Iohannis rétt að stíga til hliðar frekar en að auka á sundrung í rúmensku samfélagi með ákæruferli þingsins. Forseti öldungadeildarinnar, Ilie Bolojan, mun líklega gegna embættinu þar til forsetakjörinu er lokið.