Blúsbandið Litli matjurtagarðurinn er komið á fleygiferð á ný og stígur á svið í Djúpinu, í kjallara veitingastaðarins Hornsins í Hafnarstræti í Reykjavík, kl. 20:30 í kvöld. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Blúsfélags Reykjavíkur og vara í um eina og hálfa klukkustund
![Litli matjurtagarðurinn F.v.: Þórður Árnason, Kristmundur Jónasson, Árni Sigurðsson og Haraldur Þorsteinsson.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/675423d6-42ca-4def-b27e-9311f1e495b3.jpg)
Litli matjurtagarðurinn F.v.: Þórður Árnason, Kristmundur Jónasson, Árni Sigurðsson og Haraldur Þorsteinsson.
— Ljósmynd/Ásta Magg
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Blúsbandið Litli matjurtagarðurinn er komið á fleygiferð á ný og stígur á svið í Djúpinu, í kjallara veitingastaðarins Hornsins í Hafnarstræti í Reykjavík, kl. 20:30 í kvöld. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Blúsfélags Reykjavíkur og vara í um eina og hálfa klukkustund.
„Litli matjurtagarðurinn tryllti lýðinn“ var fyrirsögn á frétt í Morgunblaðinu um tónlistarhátíðina Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði í lok ágúst á liðnu ári. Það var í fyrsta sinn sem hljómsveitin kom fram í auglýstri dagskrá síðan hún var endurvakin 2021 í tilefni þess að þá voru 50 ár frá því að hún spilaði síðast.
„Við Halli, Kiddi og Þórður byrjuðum að koma saman í bílskúrnum hjá Kidda 2022 og fórum svo að lauma
...