Innflutningur Bandaríkin ætla að setja tolla á allt innflutt stál og ál. Spurningin sem vaknar, er þetta nýjasta samningatæknin hjá forseta Trump?
Innflutningur Bandaríkin ætla að setja tolla á allt innflutt stál og ál. Spurningin sem vaknar, er þetta nýjasta samningatæknin hjá forseta Trump? — AFP

Forseti Bandaríkjanna Donald Trump lýsti því yfir um helgina að næsta skref sitt í tollastríði sínu við umheiminn væri að setja 25% toll á allt innflutt stál og ál til Bandaríkjanna. Óljóst er hvort af þessu verður en hugmyndin er í öllu falli komin fram.

Slíkir tollar kæmu Kanada og Mexíkó sérstaklega illa, enda stórir innflytjendur sérstaklega á áli til Bandaríkjanna. Kemur þetta mörgum á óvart, enda hafi bæði löndin mætt óskum Trump um betri aðgæslu á landamærunum, sem Trump óskaði sérstaklega eftir og tengdi við almenna tolla sem sett voru á löndin. Fyrir um viku var samið um 30 daga frestun á þeim tollum meðan samið væri en nú bætast þessir tollar við.

Morgunblaðið leitaði álits Samáls, samtaka álframleiðanda, um þessa fyrirætlan Trump og hvaða áhrif hún myndi hafa á framleiðsluna hér á landi. Þar er bent á að íslenska álið sé

...