Tjarnarbíó Ariasman ★★★·· Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Tapio Koivukari. Leikstjóri og leikmynd: Marsibil G. Kristjánsdóttir. Búningar: Þ. Sunnefa Elfarsdóttir. Tónlist: Björn Thoroddsen. Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason. Rýnir sá sýningu Kómedíuleikhússins í Tjarnarbíói fimmtudaginn 30. janúar 2025.
Skýr „Hans helsti styrkleiki í sýningunni er skýr aðgreining persónanna tveggja sem einkum hafa orðið: Jóns lærða og Ara í Ögri,“ segir um Ariasman.
Skýr „Hans helsti styrkleiki í sýningunni er skýr aðgreining persónanna tveggja sem einkum hafa orðið: Jóns lærða og Ara í Ögri,“ segir um Ariasman.

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Sigurvegararnir skrifa söguna“ segir orðatiltækið, oft eignað Winston Churchill. Sem var vissulega bæði sigurvegari og rithöfundur, meira að segja Nóbelshöfundur. En ef til vill má eins snúa þessu á haus og segja: sá sem skrifar söguna sigrar að lokum. Sérstaklega ef sá sem hefur haft betur í átökunum hefur ekki rænu (eða hæfileika) til að setja á blað sína sýn á það sem gerðist.

Það er allavega ljóst að helsta samtímaheimild okkar um fjöldamorðin á Vestfjörðum veturinn 1615 er ritgerð Jóns Guðmundssonar lærða, og var hún síst að skapi sigurvegarans í þeim slag, Ara Magnússonar sýslumanns í Ögri, með miklum afleiðingum fyrir fjölfræðinginn. Þess verður væntanlega langt að bíða að aftur verði opnaður veitingastaður

...