Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tilkynnti á föstudag ákvörðun sína um opinber framlög til stjórnmálasamtaka eftir athugun á verklagi og lagaskilyrðum varðandi þau. Hún fór af stað eftir að Morgunblaðið greindi frá því að Flokkur fólksins…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/1fefd704-178c-4aee-96d9-2146642a563f.jpg)
— Morgunblaðið/Kristófer Liljar
Baksvið
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tilkynnti á föstudag ákvörðun sína um opinber framlög til stjórnmálasamtaka eftir athugun á verklagi og lagaskilyrðum varðandi þau. Hún fór af stað eftir að Morgunblaðið greindi frá því að Flokkur fólksins hefði um þriggja ára skeið veitt slíkum framlögum úr ríkissjóði viðtöku í trássi við lög.
Málið hvarf raunar svolítið sjónum, því að röksemdir ráðherrans og álitsgerðir lögmanna, sem hann hafði aflað sér, birtust ekki fyrr en síðdegis og föstudagar eftir hádegi á Íslandi eru bara eins og þeir eru. Ekki bætti úr skák að um kvöldið sprakk borgarstjórnarmeirihlutinn og kastljós fjölmiðla beindist annað.