Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gær og kynnti þar margvíslegar aðgerðir sem eiga að auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Meðal annars nefndi hún frumvarp atvinnuvegaráðherra sem auka á gagnsæi í sjávarútvegi og lýtur að eignarhaldi tengdra aðila.
Þá sagði hún styrki til einkarekinna fjölmiðla verða endurskoðaða og að strax í vor yrði hámark þeirra lækkað.
Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks gerði að umræðuefni að ný ríkisstjórn hefði farið frjálslega með vald og nefndi m.a. umrædd áform um lægri styrki til stórra einkarekinna fjölmiðla í því sambandi.
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagðist ekki muna eftir að gripið hefði verið áður jafn hratt til aðgerða til að sýna fjölmiðlum sem flytja snúnar fréttir af
...