Á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20 koma fram Katrin Heymann flautuleikari, Rob Campkin fiðluleikari og Evelina Ndlovu píanóleikari. „Þau frumflytja verkið From Turmoil to Calm eftir Barry Mills, sem var samið…
Snorri Sigfús Birgisson
Snorri Sigfús Birgisson

Á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20 koma fram Katrin Heymann flautuleikari, Rob Campkin fiðluleikari og Evelina Ndlovu píanóleikari. „Þau frumflytja verkið From Turmoil to Calm eftir Barry Mills, sem var samið sérstaklega fyrir þetta breska tríó, ásamt meistaraverkum tuttugustu aldarinnar eftir Bohuslav Martinu og Nino Rota. Tónleikunum lýkur með hugleiðingum um íslensk þjóðlög eftir Snorra Sigfús Birgisson sem ætlað er að tengja breskar rætur flytjendanna við Ísland,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar eru seldir við innganginn.