Ingólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum góða kveðju með vetrarvísu, sem jafnframt er áttþættingur, en í þvi felst að innrímið og endarímið rímar saman: Hótar fári þykkjuþrár þekur snjárinn klif og gjár
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ingólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum góða kveðju með vetrarvísu, sem jafnframt er áttþættingur, en í þvi felst að innrímið og endarímið rímar saman:
Hótar fári þykkjuþrár
þekur snjárinn klif og gjár.
Emjar kári illskuflár.
ýfast bárur drynur sjár.
Í hrifningu minni yfir því að rekast á kveðskap um Njálu gætti ég þess ekki að limran
eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson um Otkel var með höfuðstaf
á röngum stað – og með vilja
til að sýna að gæta yrði að stuðlasetningu í limrum. Í limrunni er „sagði“ áherslu-
laust í öðru vísuorði, eins og finnst glöggt þegar vísan er