Ekki er hægt að segja að mikil tíðindi hafi falist í stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, enda ekki nema tveir mánuðir frá því að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt og rétt rúm vika frá því að þingmálaskrá hennar var birt
![Stefnuræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í gær.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/c305b3a6-09d2-48d8-981e-bb2f0872acfe.jpg)
Stefnuræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í gær.
— Morgunblaðið/Eyþór
Í brennidepli
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Ekki er hægt að segja að mikil tíðindi hafi falist í stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, enda ekki nema tveir mánuðir frá því að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt og rétt rúm vika frá því að þingmálaskrá hennar var birt.
Forsætisráðherra varð tíðrætt í stefnuræðunni um að ríkisstjórn hennar myndi láta verkin tala. Hún ræddi líka um nýtt verklag og að ríkisstjórnin gengi samstiga til verka. Sagði hún algeran einhug innan ríkisstjórnarinnar um stefnuna og þau þingmál, sem kynnt hefðu verið.
Áhersla yrði lögð á efnahagslegan stöðugleika, umbætur í velferðarkerfinu, ráðstafanir til að efla atvinnulífið og umhverfisvernd með verðmætasköpun og orkuöflun
...